Mamman missti svefn vegna spennu

„Þetta var vissu­lega erfitt, en við reynd­um að hugsa sem minnst út í það,“ seg­ir Krist­ín Sif Þór­ar­ins­dótt­ir, en hún er ein þeirra sem hjólaði hring um landið með liðinu HjólaKrafti í WOW Cyclot­hon hjól­reiðakeppn­inni.

„Það voru all­ir svo glaðir og ánægðir að við pæld­um lítið í erfiðu köfl­un­um,“ seg­ir Krist­ín.

Lið HjólaKrafts er skipað fjór­um full­orðnum ein­stak­ling­um og sex ung­menn­um sem höfðu ekki notið sín í öðrum íþrótt­um og voru í áhættu­hópi fyr­ir lífstíls­sjúk­dóma, en þau fundu sig öll í hjól­reiðum. Liðsfé­lagi Krist­ín­ar, Ingi­mund­ur Sig­fús­son, tek­ur í sama streng og hún.

„Þetta var svo­lítið erfitt, en við vor­um ótrú­lega ánægð með tím­ann sem við náðum. Við ætluðum bara að klára á 72 klukku­stund­um, en við kom­um í mark eft­ir 57,“ seg­ir Ingi­mund­ur.

Hjól­reiðar skemmti­legri en hlaup

Krist­ín og Ingi­mund­ur eru sam­mála um að hjól­reiðar séu skemmti­leg­ar og hafa bæði áhuga á að stunda þær áfram í framtíðinni.

„Mér finnst miklu skemmti­legra að hjóla en að hlaupa og þetta verður auðveld­ara þegar maður kemst af stað,“ seg­ir Krist­ín.

HjólaKraft­ur hjólaði sam­ferða liði WOW stelpna meiri­hluta leiðar­inn­ar og gerðu þær ferðina mun skemmti­legri að sögn Krist­ín­ar. Ingi­mund­ur seg­ir að loka­sprett­ur­inn hafi verið erfiðast­ur, en þá hafi liðsmenn verið orðnir nokkuð þreytt­ir.

„Við sváf­um svona eins og hægt var á leiðinni. Við vor­um með litla rútu með og gát­um komið okk­ur fyr­ir í sæt­un­um auk þess sem við vor­um með litla dýnu í skott­inu,“ seg­ir Ingi­mund­ur.

„Við skipt­um okk­ur niður í fimm hópa með tvo í hverj­um hóp. Við skipt­umst síðan á að hjóla, en við skipt­um u.þ.b. tvisvar á dag­inn og fjór­um sinn­um á nótt­unni,“ seg­ir Krist­ín.

Fundu fyr­ir mikl­um stuðningi

Liðið fékk mik­inn stuðning frá fólki úr öll­um átt­um, en að sögn Krist­ín­ar eru komn­ar inn um fjór­tán síður af áheit­um. Hún seg­ir jafn­framt að fjöl­skyld­an hafi verið gríðarlega spennt yfir keppn­inni og vel­gengni hóps­ins.

„Mamma gat varla sofið af spenn­ingi. Hún kom heim af næt­ur­vökt­um og ætlaði að fara í hátt­inn, en gat það nán­ast aldrei því hún fylgd­ist svo mikið með okk­ur,“ seg­ir Krist­ín.

HjólaKraft­ur er nú í efsta liðið í áheita­söfn­un keppn­inn­ar og hef­ur hóp­ur­inn safnað tæp­lega 1,1 millj­ón króna. Hóp­ur­inn fær flug­miða til út­landa í verðlaun vinni hann keppn­ina, en að sögn Þor­valds Daní­els­son­ar for­svars­manns HjólaKrafts stefna þau á hjóla­ferð er­lend­is. Enn er opið fyr­ir áheit og er hægt að heita á liðið á áheit­asíðu WOW Cyclot­hon.

Ljós­mynd/​Face­book síða KjólaKrafts
Meðlimir HjólaKrafts á góðri stundu
Meðlim­ir HjólaKrafts á góðri stundu Ljós­mynd/​Face­book síða KjólaKrafts
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert