Bjarni Ben og Sigmundur Davíð skyldir

Jörundur hundadagakonungur stjórnaði Íslandi í tvo mánuði sumarið 1809.
Jörundur hundadagakonungur stjórnaði Íslandi í tvo mánuði sumarið 1809. mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru báðir skyldir yfirmanni lífvarðasveitar Jörundar hundadagakonungs, sem tók stjórn yfir Íslandi í byltingunni sumarið 1809 og lýsti Ísland „laust og liðugt frá Danmerkur Ríkisráðum“.

Yfirmaður lífvarðasveitarinnar hét Jón Guðmundsson og var sonur Guðmundar Jónssonar, bónda og lögréttumanns í Skildinganesi í Reykjavík, og Guðríðar Ottadóttur.

Bæði Sigmundur og Bjarni eru komnir af ætt Guðmundar. Sigmundur er kominn af Margréti Guðmundsdóttur og Bjarni af Pétri Guðmundssyni, en Engeyjarættin er rakin til Péturs.

Margir íslenskir stjórnmálamenn eru af Engeyjarættinni. Þar má meðal annarra nefna Benedikt Sveinsson, föður Bjarna Benediktssonar, fyrrv. forsætisráðherra, og Péturs Benediktssonar alþingismanns. Afabörn Benedikts eru Björn Bjarnason, fyrrv. dómsmálaráðherra, og Halldór Blöndal, fyrrv. samgönguráðherra.

Flúði land og fór til Færeyja

Jón Guðmundsson flúði Ísland og fór til Færeyja eftir að Bretar handtóku Jörund hundadagakonung og bundu þar með enda á valdatíð hans. Jón gerðist kennari og síðar bókbindari í konungsversluninni í Þórshöfn. „Við höfum fundið 80 afkomendur Jóns Guðmundssonar á Norðurlöndunum,“ segir Oddur Helgason, æviskrárritari og framkvæmdastjóri ættifræðiþjónustunnar ORG, en hann vill meina að Engeyjarættin byrji með Guðmundi Jónssyni og væri því réttara að kalla hana Skildinganessættina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert