Engum starfsmanni verður sagt upp

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Ómar

Sjávarútvegsráðherra segir að áform ríkisstjórnarinnar um flutning höfuðstöðva Fiskistofu fari nú inn í verkefnisstjórn sem m.a. starfsfólk Fiskistofu mun eiga aðild að. Ráðherra segir að engum starfsmanni verði sagt upp vegna fyrirhugaðra breytinga

„Næstu tvo mánuði munum við nú kortleggja hvernig hægt verður að framkvæma þetta með skynsömum hætti fyrir bæði starfsfólk og stofnun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra.

Á fundi starfsmanna Fiskistofu sem haldinn var í morgun kom fram að enginn þeirra hyggðist flytja búferlum og fylgja stofnuninni norður.

Spurður hvort þetta séu vonbrigði, segir ráðherra: „Ef það verður þá eru það vissulega vonbrigði en eins og ég segi þá erum við að fara inn í þetta samráðsferli. Fiskistofa starfar nú á sex stöðum á landinu og það verður mjög öflug starfsstöð fyrir sunnan. En nákvæmlega með hvaða hætti þetta mun skipast kemur í ljós í samráðsferlinu.“

Nánar er rætt við Sigurð Inga í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert