Fyrsta lægðin yfir í dag

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þremur eða fjórum djúpum lægðum er spáð við landið nú í vikunni. Skil þeirrar fyrstu fara yfir í dag og á undan þeim verður strekkingssuðaustanátt. Hviður verða allt að 25-30 m/s undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi um tíma upp úr hádegi. Svo lægir síðan heldur, en á morgun um og upp úr hádegi er von á næstu stroku með suðausturhvassviðri og jafnvel stormi með hviðum um og yfir 35 m/s um vestanvert landið.

Þetta kemur fram í aðvörun frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Í aðvörun á vef Veðurstofunnar segir að útlit sé fyrir lægðagang við landið í vikunni og eru lægðirnar í dýpsta lagi miðað við árstíma. Þetta þýðir að mestöll vikan verður sérlega vinda- og úrkomusöm. Fólki er bent á að fylgjast vel með veðurspám næstu daga.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert