Við búum öll í okkar eigin Ræflavík

Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri.
Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri. Malín Brand

Hóp­ur ungra og upp­renn­andi leik­ara hef­ur að und­an­förnu komið sér fyr­ir í Ræfla­vík. Það hafa þau gert und­ir stjórn leik­stjór­ans Jóns Gunn­ars Þórðar­son­ar í Rým­inu á Ak­ur­eyri og verður leik­sýn­ing­in Ræfla­vík frum­sýnd 3. júlí. Verkið er eins kon­ar sam­fé­lags­speg­ill þar sem ljósi er varpað á brýn mál­efni sem oft eru vand­lega fal­in í skól­um og á vinnu­stöðum, til dæm­is sam­fé­lags­meinið einelti.

Norður­banda­lagið er leik­hóp­ur á Ak­ur­eyri und­ir stjórn Jóns Gunn­ars Þórðar­son­ar. Það er starf­rækt á sumr­in og hef­ur vakið tölu­verða at­hygli fyr­ir upp­setn­ingu á áhuga­verðum verk­um. Síðasta sum­ar var leik­ritið Lúkas sýnt og í kjöl­farið skapaðist heil­mik­il umræða um netníð og einelti á net­inu. Norður­banda­lagið stát­ar af mynd­ar­leg­um hópi leik­ara sem eiga það sam­eig­in­legt að vera annaðhvort á leið í leik­list­ar­nám, í leik­list­ar­námi eða hafa lokið því. „Það eru sjö leik­ar­ar, þrír af þeim úr Leik­list­ar­skóla Íslands, tveir bún­ir að læra í New York, einn úti í Dan­mörku og ein stelpa úr Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri,“ seg­ir Jón Gunn­ar, sem bind­ur mikl­ar von­ir við þetta unga og efni­lega fólk.

Að búa í Ræfla­vík

Í leik­rit­inu Ræfla­vík fer hver og einn með eitt hlut­verk og það er einn söguþráður. „Þetta fjall­ar um ungt fólk sem býr í Ræfla­vík, sem get­ur verið sam­heiti yfir marga smærri bæi á Íslandi. Þau eiga sér drauma um að kom­ast í burtu og verkið er í raun sam­fé­lags­speg­ill um drauma þeirra, von­ir og þrár. Þegar þú býrð á stað og lend­ir á vegg, hvort sem það er sam­fé­lagið, einelti eða vinnustaður­inn, og ert lokaður inni er spurn­ing hvernig þú tek­ur á því. Því miður eru þeir marg­ir sem finna ekki leið út úr því og aðra dreym­ir um það. Það má segja að við búum öll í okk­ar Ræfla­vík,“ seg­ir Jón Gunn­ar. Verkið er byggt á leik­rit­inu Punk Rock eft­ir breska leik­skáldið Simon Stephens. Það hef­ur ekki verið sett upp hér á landi og þess vegna staðfærði Norður­banda­lagið verkið og út­kom­an er Ræfla­vík. Boðskap­ur­inn með verk­inu er sterk­ur, að sögn leik­stjór­ans. „Verkið er karakt­er­drifið verk, eins og Tsjekov skrifaði mörg sinna verka. Þá fylg­ist áhorf­and­inn með per­són­um og í fyrstu líta þær út fyr­ir að vera ein­hvern veg­inn á yf­ir­borðinu en smám sam­an er því upp­ljóstrað hvaða per­sóna hver er, vegna þess að all­ir leika eina per­sónu í mis­mun­andi aðstæðum,“ út­skýr­ir Jón Gunn­ar, en all­ar per­són­urn­ar í Ræfla­vík opna sig ein­hvern tíma í verk­inu á mis­mun­andi hátt. „Það get­ur verið með ein­lægni, feg­urð, fyndni, brönd­ur­um eða með of­beldi. Þannig kem­ur í ljós hver hinn innri maður er.“

Gróska í menn­ing­ar­líf­inu

Norður­banda­lagið hef­ur sín­ar vinnu­regl­ur sem eru byggðar á bresk­um aðferðum, að sögn leik­stjór­ans. „Við karakt­ergrein­um verkið á einni viku, svo vinn­um við og æfum í þrjár vik­ur og frum­sýn­um. Þetta ger­ist hratt og það er mjög skemmti­legt. Það er gam­an að vinna und­ir tíma­pressu því það er eitt­hvað sem ger­ist í tíma­pressu. All­ir eru á tán­um all­an tím­ann. Við verðum að gera þetta og það mun skila sér í ork­unni á frum­sýn­ing­unni eins og á æf­ing­un­um,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Það er ým­is­legt um að vera í menn­ing­ar­líf­inu á Ak­ur­eyri um þess­ar mund­ir og varla hægt að ganga um miðbæ­inn án þess að verða vitni að ein­hvers kon­ar list­sköp­un. „Menn­ing­ar­lífið á Ak­ur­eyri blómstr­ar á sumr­in og það er virki­lega gam­an að því. Það er sér­stak­lega út af gras­rót­inni í mynd­list og leik­list. Ak­ur­eyr­ar­bær er iðinn og dug­leg­ur við að styrkja ýmis verk­efni og síðan ger­ir at­vinnu­átak bæj­ar­ins okk­ur þetta kleift því að bær­inn greiðir leik­ur­um Norður­banda­lags­ins laun og þannig hef­ur það verið síðustu þrjú árin. Norður­banda­lagið er einn af mörg­um hóp­um sem starf­andi eru yfir sum­arið og þetta er frá­bært fram­tak, bæði til þess að lífga upp á sum­arið og sem at­vinnu­átak til að gefa fjölda fólks tæki­færi til að vinna við það sem það hef­ur áhuga á, sanna sig, koma sér á fram­færi og gera eitt­hvað virki­lega gott yfir sum­arið. Það mun skila sér yfir vet­ur­inn,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Hug­mynd­in að Norður­banda­lag­inu bygg­ir að hans sögn á þeim mikla krafti sem fólkið á Norður­landi býr yfir. Sjálf­ur hef­ur Jón Gunn­ar leik­stýrt víða á svæðinu, til dæm­is í Frey­vangs­leik­hús­inu, leik­fé­lagi Hörg­dæla og Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar, auk þess að hafa sett upp sjálf­stæðar sýn­ing­ar og stýrt Ak­ur­eyr­ar­vöku. „Þar hafa þess­ir kraft­ar verið sam­einaðir. Hvort sem það eru tækni­menn, graf­ísk­ir hönnuðir eða annað er mjög gam­an á sumr­in að sam­eina kraft­ana úr áhuga­fé­lög­un­um og þeim áhuga­mönn­um sem eru að verða at­vinnu­menn og þeir verða að Norður­banda­lag­inu. Þetta eru leik­ar­ar framtíðar­inn­ar,“ seg­ir leik­stjór­inn Jón Gunn­ar Þórðar­son.

Miða á sýn­ing­ar Norður­banda­lags­ins má kaupa í versl­un Ey­munds­son á Ak­ur­eyri og við inn­gang Rým­is­ins að Hafn­ar­stræti 73.

Kol­svart­ur húm­or og vel nýtt rými

Hús­næði Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar, Rýmið, má nýta á ótal vegu. Í þessu verki er það nýtt með helst til óvenju­leg­um hætti sem kem­ur áhorf­end­um ef­laust á óvart því þeir sitja ofan við sviðið og horfa á leik­sviðið sem er eins og gryfja fyr­ir neðan þá. Fyr­ir vikið hef­ur áhorf­and­inn mjög góða yf­ir­sýn yfir sviðið og geng­ur þar tölu­vert á í sýn­ing­unni. Ekk­ert fer því fram­hjá áhorf­end­um sem eru ná­læg­ir en þó ekki of ná­lægt. Sviðsmynd­in er ein­föld og dreg­ur ekki at­hygl­ina frá leik þessa unga hæfi­leika­fólks. Leik­stjór­inn Jón Gunn­ar Þórðar­son seg­ir að þetta sé hættu­leg sýn­ing sem best sé að segja sem minnst frá til að ljóstra engu upp en lof­ar því að mikið verði hlegið því sýn­ing­in sé stút­full af kol­svört­um húm­or. Upp­haf­lega út­gáfa leik­veks­ins bygg­ist sem fyrr seg­ir á verk­inu Punk Rock sem fyrst var sett upp ytra árið 2009 og er sögu­sviðið þar smá­bær­inn Stockport, bær sem er í leit að sjálfs­mynd. Hann er þvert á milli þar sem lest­artein­arn­ir ganga til London og Bristol. Í leik­rit­inu er sá bær ein­hvers kon­ar millistig, rétt eins og Ræfla­vík og „fjall­ar um það að vera fast­ur og það á líka mjög vel við þessa ís­lensku staði,“ út­skýr­ir Jón Gunn­ar. Eft­ir sem áður er það und­ir per­són­um verks­ins komið, hvort held­ur sem er í Stockport eða Ræfla­vík, hvort þær eru fast­ar í aðstæðunum eða ekki.
Verkið er eins konar samfélagsspegill og tekur á málum á …
Verkið er eins kon­ar sam­fé­lags­speg­ill og tek­ur á mál­um á borð við einelti. Hér eru hend­ur lagðar á eina per­són­una og hún höfð að háði. Malín Brand
Þau Katrín Mist Haraldsdóttir, Gísli Björgvin Gíslason, Birgitta Björg Bergsdóttir, …
Þau Katrín Mist Har­alds­dótt­ir, Gísli Björg­vin Gísla­son, Birgitta Björg Bergs­dótt­ir, Aron Már Ólafs­son, María Dögg Nel­son og Hjalti Rún­ar Jóns­son í hlut­verk­um sín­um. Malín Brand
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert