Birgitta vill breyta nafninu sínu

Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður.
Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að sækja um að breyta nafninu sínu. Þetta segir hún á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segist ætla að kanna hjá Hagstofu Íslands hvort hægt sé að breyta nafninu í: Birgitta Bergþóru Jónsdóttir Hirt.

„Þegar ég var 15/16 ára kenndi ég mig alfarið við mömmu: Birgitta Bergþórudóttir - nú kenni ég mig við mömmu, pabba og manninn minn heitinn. Það er gaman að hafa mörg nöfn: Aka: Birgitta Bergþóru Jónsdóttir Hirt - ætla að sjá hvort að það sé eitthvað mál að breyta þessu hjá Hagstofunni. Hefur einhver reynslu af svona nafnabreytingaferli?“ segir Birgitta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert