Strætóferðum fjölgar í Sveitarfélaginu Árborg

Mikil aukning hefur verið á strætóferðum á landsbyggðinni.
Mikil aukning hefur verið á strætóferðum á landsbyggðinni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að fjölga strætóferðum innan sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að breytingarnar kosti þrjár milljónir króna.

Nú eru farnar átta ferðir á dag innan Árborgar á virkum dögum en með aukafjárveitingunni á að fjölga ferðum á virkum dögum og hefja ferðir um helgar. Gera á breytingarnar í samráði við íbúaráð Eyrarbakka, Stokkseyrar og Sandvíkur.

Markmið breytinganna er að samþætta sveitarfélagið betur. „Áherslan er á að börn í dreifbýlinu geti sótt betur tómstundir sem eru í boði á Selfossi. Börn á grunnskólaaldri fá frítt í strætó innan sveitarfélagsins. Svo er líka verið að gera fólki auðveldara að sækja vinnu og aðra þjónustu innan sveitarfélagsins,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert