„Flytjum störf, ekki fólk“

Nýir starfsmenn ríkisskattstjóra fyrir norðan ásamt nokkrum þeirra sem fyrir …
Nýir starfsmenn ríkisskattstjóra fyrir norðan ásamt nokkrum þeirra sem fyrir voru. Ljósmynd/Tíund

Þjónustuver ríkisskattstjóra hefur verið flutt til starfsstöðvar embættisins á Akureyri. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í janúar sl. er öllum símtölum til ríkisskattstjóra nú svarað norðan heiða, ýmist á Siglufirði eða á Akureyri, eftir að nýtt þjónustuver ríkisskattstjóra var tekið í notkun á Akureyri. Verið var formlega vígt í janúar. 

Þjónustuverið var áður starfrækt í Reykjavík og á Siglufirði. Um leið og starfsemin var flutt til Akureyrar var bætt við starfi á Siglufirði. Samtals fjölgar störfum á svæðinu um fimm. Á Akureyri eru núna sex starfsmenn í þjónustuverinu og við afgreiðslu og á Siglufirði eru fimm.

Starfsemin hófst á Akureyri um áramót og 108 umsóknir bárust frá hæfum umsækjendum um þær stöður sem bættust við.

„Við höfum nýverið flutt hluta af starfsemi ríkisskattstjóra til Akureyrar, þannig að starfsemi sem áður var á höfuðborgarsvæðinu er komin þangað,“ segir Skúli Eggert í blaðinu í dag.

Hann sagði að um störf sjö manna embættisins væri að ræða, úr þjónustuveri ríkisskattstjóra. Skúli Eggert bætti við: „Við fluttum störfin, ekki starfsfólkið. Þeir starfsmenn sem unnu í þjónustuverinu hér í Reykjavík fluttust bara til í önnur verkefni og nýtt fólk, sjö starfsmenn, var ráðið í þjónustuverið sem opnað var á Akureyri. Starfsmenn embættisins á Akureyri eru því 21 talsins í dag.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert