Landmælingar fimm ár að ná fyrri styrk

Hús Landmælinga Íslands á Akranesi
Hús Landmælinga Íslands á Akranesi mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég tel menn þurfa að læra betur af reynslunni. Maður flytur verkefni en ekki fólk,“ segir Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, og vísar í máli sínu til fyrirhugaðra flutninga höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar.

Fyrir um 15 árum fluttu Landmælingar Íslands af höfuðborgarsvæðinu og upp á Akranes. Vakti aðgerðin á sínum tíma mikil viðbrögð en af þeim 28 sem þá unnu hjá stofnuninni var Magnús sá eini sem fluttist búferlum.

Spurður hvort búast megi við því að margir sæki um lausar stöður hjá Fiskistofu verði stofnunin flutt kveður Magnús já við. „Það mun hins vegar taka langan tíma að koma henni aftur í toppform. Hjá Landmælingum tók það um fimm ár því það tekur tíma að þjálfa nýtt starfsfólk.“

Ungt fólk sat um hverja stöðu hjá Landmælingum.
Ungt fólk sat um hverja stöðu hjá Landmælingum. Fjórðungssamband Vestfjarða/Landmælingar
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert