Stofnanir fari út á land

Lönduðum afla staflað á flutningabíl í Bolungarvík.
Lönduðum afla staflað á flutningabíl í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi

„Heppilegast er að leita leiða til að staðsetja nýjar stofnanir á landsbyggðinni sé það hægt. Verði næsti valkostur sé flutningur stofnana. Við getum ekki búið við þá þróun áfram að öllum stofnunum sé fundinn staður á höfuðborgarsvæðinu," segir Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík.

Skilur afstöðu starfsmanna

Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun sjávarútvegs- og forsætisráðherra að flytja starfsemi Fiskistofu úr Hafnarfirði norður á Akureyri. Elías Jóantasson segist hafa fullan skilning á afstöðu starfsmanna Fiskistofu sem mótmælt hafa ráðstöfun þessari. Telur hann að ríkinu beri skylda til að leita allra leiða til að gera breytingarnar sem sársaukaminnstar.

Taka ber fram hefur komið í máli ráðamanna að undanförnu hugsanlega verði fleiri ríkisstofnanir fluttar í fyllingu tímans. „Stofnunum verður að finna stað úti á landi ef einhver meining er að baki því að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni starfa utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir bæjarstjórinn.

Lokun á Bolafjalli hafði mikil áhrif

Elía segir nauðsynlegt að hafa í huga að mörg dæmi megi finna um fækkun opinberra starfa í byggðarlögum utan höfuðborgarsvæðisins. „Hér í Bolungarvík höfum við dæmi um fækkun starfa um 9 stöðugildi við ratsjárstöðina á Bolafjalli á sínum tíma. Engin leið var fyrir viðkomandi starfsmenn sem höfðu mjög sérhæfða menntun að fá vinnu hér á svæðinu og afleiðingin var brottfluttningur með fjölskyldur.  Niðurstaðan var ca. 5% fækkun íbúa og ca. 5% lækkun útsvarstekna bæjarins,“ segir Elías og heldur áfram. 

„Fækkun um 9 stöðugildi í 1000 manna byggðarlagi jafngilda því að stöðugildum fækki um 240 í 27000 manna byggðarlagi eins og Hafnarfirði. Það má því segja að áhrifin af fækkun starfa hjá Ratsjárstofnun í Bolungarvík hafi verið fjórum sinnum sinnum meiri en af flutningi Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Fyrir þann einstakling sem missir atvinnuna er það auðvitað alltaf jafn erfitt, hvar sem hann býr, en væntanlega eru önnur atvinnutækifæri samt fleiri á höfuðborgarsvæðinu en víða á landsbyggðinni.“

Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík.
Elías Jónatansson bæjarstjóri í Bolungarvík. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert