Góður gangur í strandveiðum

Góður gangur hefur verið í strandveiðunum í sumar.
Góður gangur hefur verið í strandveiðunum í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Strandveiðar hafa gengið betur á flestum svæðum það sem af er sumri en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði að gæftir hefðu verið prýðilegar í sumar.

„Í fyrra dugði aflinn á B-svæðinu (Strandabyggð – Grýtubakkahreppur) alveg út júní en nú lokaðist það 26. júní. Á B-svæðinu kláruðust því allar aflaheimildir og eins á A-svæðinu (Eyja- og Miklholtshrepur – Súðavíkurhreppur),“ sagði Örn.

Strandveiðisjómenn á A-svæðinu eru fljótastir að ná í mánaðarskammtinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Þeir fengu sjö veiðidaga í júní og jafnmarga veiðidaga í maí. Strandveiðibátum hefur fækkað frá því í fyrra, úr 621 í 601.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert