Rok og rigning vestantil á landinu

Það er eins gott að klæða sig í regngallann enn …
Það er eins gott að klæða sig í regngallann enn einn daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag er gert ráð fyrir norðvestan 10-20 m/s á vestanverðu landinu. Hvassast verður NV-til, einkum á fjallvegum. Einnig er gert ráð fyrir talsverðri rigningu á svæðinu, samkvæmt athugasemd sem veðurfræðingur hefur ritað á vef Veðurstofunnar.

Veðrið næsta sólarhringinn:

Norðan og norðvestan 10-20 m/s V-til og rigning, hvassast og úrkomumest NV-lands en mun hægari austlæg átt og rigning með köflum austantil. Norðaustlægari A-til í kvöld, en léttir heldur til sunnan jökla og úrkomuminna. Hiti 6 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðaustan 10-18 m/s V-til, hvassast á Vestfjörðum en 5-10 m/s um landið austanvert. Rigning en skýjað með köflum og úrkomulítið S-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á laugardag:

Norðan 10-18 m/s, en mun hægari breytileg átt austantil. Skýjað og rigning, mikil NV-lands en lengst af þurrt um landið S-vert. Heldur svalara. 

Á sunnudag:

Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Rigning eða súld NA-til og á Austurlandi og einnig NV-til seinnipartinn, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 6 til 13 stig, svalast fyrir norðan. 

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:

Útlit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með vætu á köflum fyrir norðan, en lengst af þurrt syðra. Fremur milt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert