Fjórða lægðin á leiðinni

Almennilegir, heilir sumardagar eru ekki í kortunum á allra næstu …
Almennilegir, heilir sumardagar eru ekki í kortunum á allra næstu dögum þó kominn sé júlí. mbl.is/Golli

„Það er svo sem ekk­ert lát á leiðind­um í veðrinu, þótt það hafi skipt um takt,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur við vongóðan blaðamann. Fjórða lægðin í röð er á leið yfir landið á laug­ar­dag svo fyrsta helg­in í júlí verður hreint ekk­ert glæsi­leg til ferðalaga. „Þetta er hálf­gert skítviðri,“ seg­ir Ein­ar.

Segja má að lægðamynd­un­in við landið í byrj­un þess­ar­ar viku hafi brotið niður hag­fellda veður­stöðu sem hafði ríkt í marg­ar vik­ur og leiddi af sér einn hlýj­asta júní­mánuð sem sög­ur fara af. „Hér var hár þrýst­ing­ur og hæg­fara aðstreymi af hlýju lofti sunn­an úr höf­um, sem gerði að verk­um að það var ósköp hlýtt og gott á Norður- og Aust­ur­landi en milt og rakt sunn­an- og vest­an­til,“ seg­ir Ein­ar.

„Núna erum við kom­in í lág­an þrýst­ing og vinda­sama tíð með svölu veðri og vætu­sömu. Þetta snýst nokk­urn veg­inn eins mikið á haus og hugs­ast get­ur, nema það get­ur enn orðið kald­ara, þótt það sé svalt. Svo eru horf­urn­ar býsna áhuga­verðar, eða þannig.“

Hvasst og úr­koma um allt land á morg­un

Fram­an af viku gengu tvær lægðir á beit yfir landið og sú þriðja í kjöl­farið sem gekk inn í hinar tvær svo þær sam­einuðust. Þessa stund­ina er lægðarmiðjan yfir land­inu miðju, sunn­an Lang­jök­uls, þar sem hún snýr kring­um sig skýja- og úr­komu­bökk­um með hvöss­um vindi vest­an­meg­in við sig en flat­neskju­legra veðri til aust­urs. 

Lágþrýsti­met voru sleg­in á nokkr­um stöðum, eft­ir því sem fram kem­ur á Hung­ur­disk­um Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings, þótt ekki félli metið á landsvísu í júlí eins og stefndi í. 

Að sögn Ein­ars mun þessi sama lægð grynn­ast hægt og bít­andi. Hún fer til suðurs og dreg­ur með sér norðaust­an­stæðan vind­streng yfir landið, svo það verður góður strekk­ing­ur eða all­hvass vind­ur um landið allt á morg­un, þó sýnu hvass­ast um norðvest­an­vert landið, Vest­f­irði, Breiðafjörð og Snæ­fells­nes og ein­hver væta í öll­um lands­hlut­um.

Langt dauðastríð lægðar – og önn­ur á leiðinni

Dauðastríð lægðar­inn­ar gæti orðið langt, allt upp und­ir viku, en þar með er lægðasyrp­unni þó alls ekki lokið því Ein­ar fær­ir þau tíðindi að fjórða lægðin sé á leiðinni yfir landið á laug­ar­dag­inn og sú verði líka óvenju­djúp miðað við árs­tíma. 

„Hún nálg­ast okk­ur úr ann­arri átt, frá Fær­eyj­um með stefnu á norðaust­an­vert landið“ og með henni tals­verð úr­koma sem kem­ur eig­in­lega aft­an að okk­ur. Norðlend­ing­ar hafa nú sloppið bet­ur við úr­kom­una en Sunn­lend­ing­ar það sem af er, en norðanátt­inni fylg­ir rakt loft svo það rign­ir tals­vert mikið á laug­ar­dag á Norður­landi.“

Sunn­lend­ing­ar geta þá glaðst yfir því að á leið yfir há­lendið að norðan mun loftið þorna nokkuð svo draga mun úr rign­ingu á Suður­landi vest­an Mýr­dalssands. „En hins­veg­ar verður leiðinda­vind­ur á öllu land­inu á laug­ar­dag­inn, strekk­ing­ur og jafn­vel hvassviðri,“ seg­ir Ein­ar.

Óvissa í lang­tímaspá en eng­ir sum­ar­dag­ar á næst­unni

Á sunnu­dag ætti vind­ur­inn að ganga að miklu leyti niður og verður þá komið ágætis­veður á Suður­landi að sögn Ein­ars, norðan­átt­in var­ir enn en verður hæg­ari og  gæti jafn­vel sést til sól­ar annað veifið. Hit­inn kemst þó tæp­lega upp fyr­ir 10 stig­in á sunnu­dag, og á laug­ar­dag verður hann lík­lega ekki nema 5-10 stig á land­inu.

Aðspurður hvort ein­hver von sé um sólbað á næst­unni seg­ir Ein­ar að lang­tímaspám beri ekki sam­an um hvað ger­ist eft­ir helgi.

„Lang­tímaspárn­ar eru eig­in­lega út og suður ennþá. Sum­ar gera meira að segja ráð fyr­ir að það verði enn önn­ur svona lægð sem komi aft­an að okk­ur strax í kjöl­far hinn­ar á sunnu­dag eða mánu­dag, en aðrar spár gera ráð fyr­ir að þetta rói sig held­ur í næstu viku.“

Of snemmt er því að segja til um það með nokk­urri vissu hvað sé í vænd­um eft­ir fjórðu lægðina og lík­lega best að stilla vænt­ing­un­um í hóf ef marka má Ein­ar. „Sól­in verður alltaf að gægj­ast fram úr skýj­un­um annað slagið á Suður­landi, en það er ekki að sjá að það komi heil­ir, sam­felld­ir, góðir sum­ar­dag­ar.“

Sjá einnig:

Óvenju­legð lægðasyrpa yf­ir­vof­andi

Lægðirn­ar hring­sóla yfir land­inu

Veður­vef­ur mbl.is

Rigning og rok í Austurstræti í Reykjavík.
Rign­ing og rok í Aust­ur­stræti í Reykja­vík. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Rigning í Reykjavík.
Rign­ing í Reykja­vík. mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert