11 ára fangelsi fyrir manndráp

Norska lögreglan.
Norska lögreglan.

Norskur dómstóll hefur dæmt fertugan Íslending í 11 ára fangelsi fyrir að hafa myrt fimmtugan norskan karlmann, útvarpsmanninn Helge Dahle, í Valle í fyrra.

Fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, að Dahle hafi verið stunginn fjórum sinnum með hnífi í veislu sem var haldtin í Valle 26. maí í fyrra. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum. 

Héraðsdómstóll í Kristiansand komst að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn hefði beitt ofbeldi til að koma í veg fyrir átök með þeim afleiðingum að Dahle lést. 

Íslendingurinn var ákærður fyrir manndráp og hann neitaði sök við þingfestingu málsins. Hann hélt því fram að hann hefði beitt hnífnum í sjálfsvörn eftir að Dahle sparkaði í höfuðið á honum. 

Saksóknarinn fór fram á 12 ára fangelsi en verjandi Íslendingsins fór fram á sýknu, en aðalmeðferð málsins fór fram í síðustu viuk. 

John Christian Elden, verjandi Íslendingsins, segir það rangan dóm að sakfella hann fyrir morð heldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem hann hafi hvorki vitað né skilið að hnífstungurnar myndu draga Dahle til dauða. 

Fram kemur á vef NRK að áfrýjunarfresturinn sé tvær vikur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert