55,9% ánægð með störf forsetans

Vikt­oría krón­prins­essa Svíþjóðar var í opinberri heimsókn á Íslandi í …
Vikt­oría krón­prins­essa Svíþjóðar var í opinberri heimsókn á Íslandi í boði forseta Íslands á því tímabili sem könnunin var gerð. mbl.is/Golli

MMR kannaði nýlega ánægju almennings með störf forsetans. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 55,9% vera ánægð með störf forsetans nú, í könnun sem lauk 23. júní, borið saman við 49,0% í síðustu könnun sem lauk 23. maí.

Spurt var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands?
Svarmöguleikar voru: Mjög óánægð(ur), frekar óánægð(ur), hvorki ánægð(ur) né óánægð(ur), frekar ánægð(ur) og mjög ánægð(ur).

Samtals tóku 97,2% afstöðu til spurningarinnar.

Um könnunina:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára  og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 943 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 18. til 23. júní 2014

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka