„Dýrkeypt menningarslys“

mbl.is/Kristinn

Fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson segir að Útvarpshúsið við Efstaleiti sé eitt dýrkeyptasta menningarslys í sögu landsins. „Sá hluti íslenskrar menningar, sem felst í ljósvakamiðlun, hefur tapaði tugum milljarða króna vegna þessa húss. Það er dýrkeypt menningarslys.“

Þetta skrifar Ómar á bloggsíðu sína við umfjöllun mbl.is um að RÚV ætli sé að leigja út efstu hæðir Útvarpshússins, sem Ómar segir að sé lofsverð viðleitni til að reyna bjarga því sem bjarga verður.

Ómar, sem sat á sínum tíma í samráðsnefnd um flutninginn, segir að húsið sé glæsilegt en „undir glæsilegu yfirbragði leynist eitthvert dýrkeyptasta menningarslys í sögu landsins.“ Hann segir að milljarðar hafi tapast.

Þá greinir Ómar frá því, að þegar til stóð stóð að flytja starfsemina í Útvarpshúsið nýja hafi starfsmannafélagið beðist undan því hvernig ætlunin hafi verið að reisa „hið rándýra, óhentuga og allt of stóra nýja hús og flytja starfsemina þangað.“

Ómar tekur fram að ein ástæða þessarar andstöðu hafi verið sú staðreynd að húsið hafi ekki verið hannað fyrir sjónvarp. Það sama átti reyndar við gamla húsnæðið.

„Það átti sem sé að flytja úr húsi, sem ekki var hannað fyrir sjónvarp, í annað miklu stærra og dýrara hús sem var heldur ekki hannað fyrir sjónvarp,“ skrifar hann. 

„Þetta hús verður ævinlega til vandræða meðan ekki verður hægt að komast út úr því í hús, sem hannað er frá grunni af útsjónarsemi og raunsæi,“ skrifar Ómar að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka