Ekkert ferðaveður fyrir ökumenn með aftanívagna

Það er vissara að geyma þennan heima.
Það er vissara að geyma þennan heima. mbl.is/Jim Smart

Búist er við hvössum vindstrengjum við fjöll, einkum um landið norðvestanvert í nótt og á morgun og er því ekki ferðaveður fyrir ökumenn með aftanívagna segir í viðvörun sem Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér. Einnig er búist við mikilli úrkomu norðaustantil á landinu í nótt, en norðvestantil á landinu á morgun.

Þá hefur Veðurstofan sent frá sér aðra viðvörun vegna hættu á skriðuföllum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga í úrkomunni næstu daga.

Í athugasemd veðurfræðings, segir að gert sé ráð fyrir norðan hvassviðri, jafnvel stormi á landinu, hvassast verði um landið norðvestanvert í nótt og í fyrramálið. Þá verði víða hvassir vindstrengir við fjöll, um 30-40 m/s og ekkert ferðaveður fyrir ökumenn með aftanívagna. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu um landið norðaustanvert í nótt og í fyrramálið, en síðan um landið norðvestanvert. Mun minni úrkoma um landið sunnanvert.

Heimasíða Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert