Næsta skref að finna húsnæði

Fiskistofa er til húsa að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.
Fiskistofa er til húsa að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fengum mjög skýr skilaboð frá okkar fólki um að gæta hagsmuna þess,“ segir Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna Fiskistofu gagnvart SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu.

Starfsmenn Fiskistofu héldu enn einn fundinn í gærmorgun þar sem farið var yfir stöðu mála í tengslum við fyrirhugaðan flutning aðalskrifstofu Fiskistofu norður í land. „Við viljum fá það á hreint sem fyrst hver okkar réttindi eru í þessu máli.“

„Það er ekki búið að ákveða þetta en næsta verkefni hjá mér verður að skima eftir húsnæði fyrir norðan,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri í Morgunblaðinu í dag. Til þessa hefur enginn starfsmaður Fiskistofu lýst yfir vilja sínum til að flytjast búferlum. Spurður hvort hann hygðist flytja norður með stofnuninni svaraði Eyþór: „Ég er ekki búinn að gera upp hug minn en ég útiloka það hins vegar alls ekki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert