Kvíði, þunglyndi, streita og annar tilfinningavandi er algengt, lamandi og líklegt til þess að vera vangreint og meðhöndlað með ófullnægjandi hætti hér á landi sem erlendis.
Þetta segir Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Hún vill taka upp aðferð sem gengur út á að finna þá einstaklinga sem glíma við þennan heilsubrest með einföldum skimunartækjum og bjóða upp á viðeigandi úrræði út frá vanda viðkomandi.