Hæstur á inntökuprófi læknadeildar

Gísli Þór Axelsson var hæstur á inntökuprófi læknadeildar Háskóla Íslands.
Gísli Þór Axelsson var hæstur á inntökuprófi læknadeildar Háskóla Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Gísli Þór Axelsson, sem útskrifaðist sem dúx úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi um jólin, var hæstur á inntökuprófi læknadeildar Háskóla Íslands. Niðustöðurnar voru tilkynntar í vikunni.

Gísli Þór er fæddur árið 1995 og er því aðeins 19 ára gamall. Einkunnin sem hann fékk á læknisfræðiprófinu var 8,67 og þykir hún sérstaklega há. Aðspurður segist Gísli hafa lært mikið. „Ég fór á undirbúningsnámskeið sem hjálpaði rosa mikið. Annars snerist þetta að mestu leyti um að lesa yfir námsefni framhaldsskólans aftur. Nokkrum sinnum,“ segir hann og hlær.

Hefur átt skemmtilegri mánuði

Gísli hefur verið í fullu starfi á trésmíðaverkstæðinu Selós á Selfossi síðan um jólin, en þremur vikum fyrir prófið einbeitti hann sér algjörlega að lærdómnum. „Eftir áramót lærði ég í tvo tíma á dag með vinnu virka daga og fjóra tíma um helgar. Síðustu þrjár vikurnar fyrir próf tók ég mér frí frá vinnunni og þá lærði ég tíu til tólf tíma á dag.“

Gísli segist ekki margt annað hafa komist að síðustu mánuðina. „Maður gerir ekkert ofboðslega mikið annað. Ég myndi ekki beint mæla með þessu. Ég hef átt skemmtilegri mánuði. En þegar mikið er í húfi er maður tilbúinn að fórna aðeins.“

Af þeim 224 sem tóku inntökuprófið komust 49 inn í læknisfræðina, þar af 31 kona og 18 karlar. Um 78% fengu því ekki inngöngu.

Frétt mbl.is: 78% fengu ekki inngöngu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert