Vöknuðu við hvíta jörð

„Hér var allt autt í gær en við vöknuðum við hvíta jörð í morg­un,“ seg­ir Jón Sig­urðar­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Vopna frá Vopnafirði, í sam­tali við mbl.is, en hann er stadd­ur í skál­an­um við Drekagil í Dyngju­fjöll­um. Björg­un­ar­sveit­in stend­ur þar há­lendis­vakt Lands­bjarg­ar. 

Að sögn Jóns var skál­inn full­ur af er­lend­um ferðamönn­um í nótt en eng­inn gisti í tjaldi á svæðinu. Hann seg­ir ferðamenn­ina vel upp­lýsta um það sem þeir eru að gera en þó hafi snjór­inn komið öll­um á óvart.

„Maður reikn­ar ekki með þessu 5. júlí en maður á kannski að reikna með þessu í 700 metra hæð yfir sjáv­ar­máli,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir Lindá og Jöklu sæmi­leg­ar yf­ir­ferðar og að lítið sé í þeim. „Á meðan þetta fell­ur sem snjór þá hækk­ar ekki í þeim en um leið og það hlýn­ar þá kem­ur nátt­úru­lega mikið vatn,“ seg­ir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert