Stórbruni í Skeifunni

Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld sem logar í húsnæði í Skeifunni 11 í Reykjavík. Eldurinn kviknaði nú á níunda tímanum í kvöld. Svartur reykur sést stíga til himins, en reykurinn sést langar leiðir. Fólk er beðið um að halda sig fjarri enda mikil hætta á ferð.

Ekki hafa borist fréttir af neinum sem hefur sakað og á þessari stundu eru eldsupptök ókunn. Lögreglan vinnur að því að rýma svæðið en margir eru komnir til að fylgjast með.

Teymi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru einnig á vettvangi til að aðstoða við rýmingu og lokun.

Talið er eldurinn hafi kviknað í fatahreinsuninni Fönn í Skeifunni 11 í Reykjavík og samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur eldurinn náð að dreifa sig yfir í önnur fyrirtæki. Eldurinn logar bakatil og miklar eldtungur sjást stíga til himins. Einnig logar eldur í versluninni Rekstrarlandi og í verslun Griffils að sögn sjónvarvotts.

Sjónvarvottur segir í samtali við mbl.is að hann hafi aldrei séð annan eins eld. Aðrir sjónvarvottar segjast sjá reykinn alla leið til Njarðvikur og Akraness.

 Hávaði sem minnir á sprengingar hafa heyrst en mögulega koma hljóðin frá slökkviliðsmönnum sem hafa verið að brjóta sér leið inn í húsin.

Eldtungurnar teygja sig hátt til lofts. Þak hússins er alelda.

Slökkviliðsmenn vinna nú að því að tengja leiðslur.

mbl.is/Jakob Fannar
mbl.is/Sunna
mbl.is/Ingvar
mynd/Jakob Fannar
mbl.is/Jakob Fannar
Sótsvartur reykur stígur til himins.
Sótsvartur reykur stígur til himins. mbl.is/Jakob Fannar
mbl.is/Sunna
mbl.is/Emilía
Eldurinn er töluverður og mikill reykur stígur til himins.
Eldurinn er töluverður og mikill reykur stígur til himins. mbl.is/Jakob Fannar
Reykur sést langt að.
Reykur sést langt að. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert