Áherslur Íslands í sjálfbærri þróun kynntar á fundi SÞ

Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu.
Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þessa vikuna þátt í ráðherrafundum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á vegum Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) í New York.

Ísland leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í þróunarsamvinnu á vettvangi SÞ. Á fundinum eiga ráðherrar kost á að ræða þá vinnu sem fer af stað í haust um gerð nýrra þróunarmarkmiða SÞ.

Á hliðarviðburði, sem Ísland skipulagði í tengslum við fundinn, fór utanríkisráðherra yfir áherslumál Íslands í tengslum við sjávarútvegsmál; verndun umhverfis sjávar, ábyrgar fiskveiðar, eflingu efnahagslegs ábata af ábyrgum fiskveiðum og uppbyggingu innviða til verndunar auðlindinni og betri stjórnunar, þar með talið jafnrétti og valdeflingu kvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert