Neytendastofa gerði víðtæka könnun á ástandi vínmála annað árið í röð. Vínmál eiga að vera löggild eins og sjússamælar og vínskammtarar eða sérmerkt glös. Farið var á 91 vínveitingastað og kom í ljós að almennt voru notuð rúmmálsmerkt vínmál við sölu á sterku áfengi en töluvert vantaði upp á að viðkomandi búnaður væri löggiltur.
Af þeim veitingastöðum sem kannaðir voru reyndist enginn í lagi. Bjórglös voru í flestum tilvikum með rúmmálsmerki. Léttvínsglös voru ekki merkt en eitthvað var um að þess í stað væru notuð mælikör (karafla/samanburðarmál) eða litlar flöskur, segir í frétt á vef Neytendastofu.