Aldrei fleiri fangar í námi

Sjötíu nemendur innrituðu sig í nám á vorönn 2014.
Sjötíu nemendur innrituðu sig í nám á vorönn 2014. mbl.is/RAX

Aldrei fyrr hefur annar eins fjöldi fanga verið innritaður í nám á Litla-Hrauni og Sogni og á síðastliðnu skólaári, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun.

Á haustönn 2013 innrituðust alls 68 nemendur í nám, en vorönn 2014 var sú aðsóknarmesta hingað til og voru 70 nemendur þá innritaðir, eða um 70% fanga í fangelsunum tveimur. Af þessum fjölda voru fjórir innritaðir í háskólanám, 65 í nám á vegum Fjölbrautaskóla Suðurlands og einn í nám á vegum Menntaskólans í Kópavogi.

„Þetta er ótrúlega jákvæð þróun,“ segir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri. „Það að fangar stundi nám er einn af meginþáttum þess að draga úr líkum á endurkomu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert