Allt að 20% notaðra skiptibóka urðu eldi að bráð

Gífurlegur eldur myndaðist í Skeifunni.
Gífurlegur eldur myndaðist í Skeifunni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Um 15 til 20 prósent notaðra skiptibóka töpuðust í brunanum,“ segir Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil.

Nú styttist óðum í komandi skólaár og fara því nemendur margir hverjir brátt að huga að bókakaupum.

Þrátt fyrir brunann í Skeifunni segir Ingþór þá ekki þurfa að örvænta því áfram verður boðið upp á gott úrval notaðra bóka í verslunum Griffils. „Við eigum til helling af skiptibókum í öðrum verslunum sem við getum fært á milli.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert