Nærri fimm hundruð úr Þjóðkirkjunni

Agnes M. Sigurðardóttir biskup þjóðkirkjunnar.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup þjóðkirkjunnar. Eggert Jóhannesson

Alls gengu 493 úr þjóðkirkjunni á tímabilinu 1. apríl til og með 30. júní 2014. Af þeim 493 sem gengu úr þjóðkirkjunni skráðu 76 sig í fríkirkjur en á sama tíma gengu 83 í þjóðkirkjuna, þar af var 28 áður í fríkirkjum. Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 52 fleiri en úr því.

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman tölur um breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild sem skráðar hafa verið frá 1. apríl til 30. júní 2014. Úr Þjóðkirkjunni gengu 410 fleiri en í hana á tímabilinu. Í fríkirkjurnar þrjár gengu 37 fleiri en úr þeim og 71 fleiri í önnur trúfélög en úr þeim. Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 52 fleiri en úr því. Nýskráðir utan félaga voru 250 fleiri en gengu í félög eftir að hafa verið utan félaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka