„Svo mikil forræðishyggja á Íslandi“

Skiptar skoðanir eru um þá hugmynd að leyfa sölu áfengis í verslunum. Viðmælendur mbl.is höfðu ólík viðhorf til málsins, en flestir voru þeir þó sammála um að heimila ætti söluna allavega að einhverju leyti. 

Þingmaðurinn Vilhjálmur Árnason hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á haustþingi og yrði þá sala allra gerða áfengis leyfileg í verslunum utan ÁTVR, en þó með ströngum skilyrðum. 

Í frumvarpi Vilhjálms kemur fram að áfengið yrði selt í afmörkuðu rými verslana og afgreiðslufólk yrði að hafa náð tilskyldum aldri. Jafnframt myndi sala ekki standa lengur en til klukkan átta á kvöldin. 

Frétt mbl.is: „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert