Það er vott en mun það versna?

Einkennisklæðnaður sumarsins?
Einkennisklæðnaður sumarsins? mbl.is/Ómar

Ef miðað er við upp­haf sam­felldra mæl­inga í Reykja­vík 1920 er júlí nú í sjö­unda sæti yfir mestu úr­kom­una. Rigni ekki dropa meir til næstu mánaðamóta yrðu júní og júlí 2014 sam­an í ní­unda sæti úr­komu­magns. Það rign­ir hins veg­ar enn í Reykja­vík og það sem af er júlí hef­ur hit­inn mest farið í 15,4 stig.

Þetta seg­ir Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is. Úrkom­an í Reykja­vík fyrstu 10 daga júlí­mánaðar hef­ur mælst 37 mm sem er um 20 mm um­fram meðallag. Þá er hit­inn í Reykja­vík í meðallagi miðað við meðatal ár­anna 1961 til 1990 en kald­ara held­ur en meðaltal síðustu 10 ára.

Trausti seg­ir að meiri­hátt­ar um­skipti séu ekki í vænd­um og því ljóst að ekk­ert lát er á þessu veðurfari. Aðspurður seg­ir hann enga sér­staka skýr­ingu liggja þarna að baki. „Þetta er bara eins og í lottó­inu.“

70 mm upp í nýtt met

Á Face­booksíðu Hung­ur­diska fjall­ar Trausti um það hvar í magn­röðinni úr­koma júlí­mánaðar í Reykja­vík sé, þ.e. það sem af er þess­um mánuði.  

„Miðað við upp­haf sam­felldra mæl­inga í Reykja­vík 1920 er júlí nú í 7. sæti. Á fyrra úr­komu­mæl­inga­skeiði (júlí 1885 til 1907) voru að auki þrír mánuðir sem fóru blaut­ar af stað en þessi. Sé júní og júlí­úr­koma (það sem af er) tek­in sam­an er úr­kom­an nú hins veg­ar meiri en á öll­um sömu tíma­bil­um mæl­ing­anna,“ skrif­ar Trausti.

Hann bend­ir á að ekki sé þó mjög langt niður í júlí 1899 og 1887 - síðan sé tals­vert bil niður í 1923.

„Ef ekki rigndi dropa meir - al­veg til næstu mánaðar­móta yrðu júní og júlí 2014 sam­an í ní­unda sæti úr­komu­magns - beggja mæli­tíma­bila í Reykja­vík. Þannig að eft­ir þetta ligg­ur leiðin bara upp stig­ann. Leiðin upp í fjórða sæti er mjög greið (aðeins vant­ar tæpa 8 mm til að því verði náð), en síðan þyng­ist nokkuð. Það eru um 30 mm upp í 1984 og 1923 - en frá deg­in­um í dag og upp í nýtt met eru rétt rúm­ir 70 mm. Gamla metið er frá júní og júlí 1899. Í ág­úst 1899 og 1984 bætti enn mikið í sum­ar­regnið í ág­úst - en 1923 gaf aðeins eft­ir,“ skrif­ar Trausti.

Veik von liðin hjá

Fram kem­ur á bloggsíðu Trausta að, framan af vik­unni hafi verið veik von um að hálofta­lægðin sem ræður veðri hér þessa dag­ana myndi hörfa til suðurs og þar með hleypa hlýrra og þurr­ara lofti til lands­ins úr austri. Sú von sé hins veg­ar al­veg liðin hjá og litl­ar breyt­ing­ar að sjá á næst­unni.

Trausti seg­ir í sam­tali við mbl.is að úr­kom­an á Norður­landi hafi verið til­tölu­lega meiri í júlí miðað við suðvest­ur­hornið, þar sem úr­kom­an hafi verið jafn­ari. 

Þá seg­ir hann, að fyrsti þriðjung­ur júlí­mánaðar hafi víða verið sá blaut­asti á svæðum þar sem sam­felld­ar mæl­ing­ar hafa ekki staðið yfir í mjög lang­an tíma. Til dæm­is hef­ur rignt tvö­falt á við það sem mest hef­ur verið áður á Birki­hlíð í Súg­andafirði, en þar hóf­ust sam­felld­ar mæl­ing­ar árið 1997. Sam­felld­ar mæl­ing­ar í Reykja­vík ná hins veg­ar aft­ur til árs­ins 1871. 

Hit­inn í Reykja­vík mest farið í 17 stig í sum­ar

Er Trausti leit yfir fimmtán veður­stöðvar sagði hann að sex þeirra væru komn­ar yfir meðal­úr­komu í öll­um júlí­mánuði, en hann tók fram að Reykja­vík væri ekki þar á meðal. 

Það sem af er sumri hef­ur hæsti hiti sem mælst hef­ur í Reykja­vík á mönnuðu veður­stöðinn ekki verið nema 16,5 stig og 17 stig á sjálf­virku stöðinni. Hæsti hiti á sjálf­virku stöðinni í júlí er aðeins 15,4 stig. „Við vild­um helst hafa þetta um 18 til 20 [gráðum],“ seg­ir Trausti.

Það virðist því ljóst að regnstakk­ur­inn mun áfram leika stórt hlut­verk á höfuðborg­ar­svæðinu sem og víða um land. Maður get­ur í það minnsta verið í stutterma­bol inn­anund­ir.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka