Unnið að friðlýsingu Þingvallabæjarins

Þingvallabærinn og kirkjan.
Þingvallabærinn og kirkjan. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Það er ekki hægt að ímynda sér Þingvelli án Þingvallabæjarins,“ sagði Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun Íslands.

„Þetta hús er veigamikill þáttur í þeirri mynd sem þjóðin gerir sér af Þingvöllum.“ Nú stendur til að friðlýsa Þingvallabæinn sem var byggður í tilefni Alþingishátíðarinnar 1930, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið sem prestsbústað. „Þetta er sennilega kunnasta og merkasta dæmið um tilraunir Guðjóns Samúelssonar til að endurskapa anda og fegurð íslenska torfbæjarins,“ sagði Pétur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert