Varað við mikilli úrkomu á Suðausturlandi

Það hefur verið rigning víða um land að undanförnu. Nú …
Það hefur verið rigning víða um land að undanförnu. Nú er spáð mikilli úrkomu á Suðausturlandi næsta sólarhringinn. mbl.is/Kristinn

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun er búist er við mikilli rigningu á Suðausturlandi næsta sólahring. 

Veðurhorfur fyrir landið næsta sólarhring er svohljóðandi:

Austan og norðaustan 5-13 metrar á sekúndu, hvassast norðvestantil. Rigning eða skúrir en styttir upp og léttir heldur til norðan- og norðaustanlands í kvöld. Heldur hægari á morgun og dálitlar skúrir, einkum síðdegis, en áfram rigning á Suðausturlandi. Hiti 10 til 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert