Flestir komnir í mark

Laugavegshlaupið er ekki fyrir hvern sem er heldur aðeins þrautþjálfaða …
Laugavegshlaupið er ekki fyrir hvern sem er heldur aðeins þrautþjálfaða hlaupara. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Flestir þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu eru komnir í mark og er von á þeim síðustu á næsta klukkutímanum. 

Hlauparar í Laugavegshlaupinu streyma nú í mark í Þórsmörk. Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark á nýju meti, 4:07:47. Þar með bætti hann met Björns Margeirssonar frá 2012 sem var 4:19:55. Elísabet Margeirsdóttir var fyrst kvenna en hún kom í mark á tímanum 5:34:05. 

Fyrstu þrír karlar í mark voru:

  1. Þorbergur Ingi Jónsson 4:07:47
  2. Örvar Steingrímsson 4:46:14
  3. Eliot Drake (USA) 5:01:00

Fyrstu þrjár konur í mark voru: 

  1. Elísabet Margeirsdóttir 5:34:05
  2. Guðbjörg Margrét Björnsdóttir 5:45:15
  3. Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir 5:53:33

Hlauparar hafa talað um að fyrri hluti leiðarinnar hafi verið mjög krefjandi: snjór, bleyta og vindur. En seinni hlutann var vindurinn meira í bakið og þurrt og gott veður tók á móti hlaupurum í Þórsmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert