Gengi krónu á uppleið

Raun­gengi krón­unn­ar mun halda áfram að styrkj­ast á næst­unni og fyr­ir vikið eykst kaup­mátt­ur al­menn­ings hvað varðar er­lend­ar vör­ur. Styrk­ing­in mun ger­ast hægt og síg­andi.

Þetta er mat sér­fræðinga á fjár­mála­markaði sem spáðu um geng­is­horf­ur fyr­ir Morg­un­blaðið og fjallað er um í frétta­skýr­ingu í blaðinu í dag.

Regína Bjarna­dótt­ir, for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka, tel­ur raun­gengið geta styrkst um 5-10%. Það sé nú um 25% hærra en þegar botn­in­um var náð 2009. Már Mixa fjár­mála­fræðing­ur tel­ur skulda­bréfa­út­boð rík­is­stjórn­ar­inn­ar í evr­um í sum­ar bata­merki. Ágæt­ar lík­ur séu á að hægt verði að end­ur­fjármagna er­lend­ar skuld­ir. Það ásamt hag­vexti styrki gengið. Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, tel­ur að raun­gengið muni styrkj­ast ef spár um hag­vöxt ræt­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert