Raungengi krónunnar mun halda áfram að styrkjast á næstunni og fyrir vikið eykst kaupmáttur almennings hvað varðar erlendar vörur. Styrkingin mun gerast hægt og sígandi.
Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði sem spáðu um gengishorfur fyrir Morgunblaðið og fjallað er um í fréttaskýringu í blaðinu í dag.
Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, telur raungengið geta styrkst um 5-10%. Það sé nú um 25% hærra en þegar botninum var náð 2009. Már Mixa fjármálafræðingur telur skuldabréfaútboð ríkisstjórnarinnar í evrum í sumar batamerki. Ágætar líkur séu á að hægt verði að endurfjármagna erlendar skuldir. Það ásamt hagvexti styrki gengið. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, telur að raungengið muni styrkjast ef spár um hagvöxt rætast.