Sögulegur stund var á Hlíðarenda í dag þegar hið nýstofnaða rugbylið Hauka lék sinn fyrsta keppnisleik á móti Rugbyfélagi Reykjavíkur. Rugbydeild Hauka var stofnuð í vor en leikmenn Reykjavíkur hafa leikið saman um nokkurn tíma. Að sögn Kristinns Þór Sigurjónssonar, var það einmitt reynslan af því að spila sem heild sem skildi liðin að í dag, en Reykjavík unnu tvo leiki og Haukar 1.
„Það sem vantaði upp á hjá Haukum var reynslan sem liðsheild, en þeir voru með mjög öfluga leikmenn innanborðs. Með áframhaldandi starfi hjá Haukum getur myndast öflugt rugbylið í Hafnarfirði innan skamms,“ segir Kristinn.
Hann segir að mæting á völlinn hafi verið góð og að framtíðin sé björt fyrir íslenskt rugby.
Spilað var hið ólympíska form leiksins þar sem 7 leikmenn eru í hvoru liði og hver leikur eru tveir 7 mínútna hálfleikir. Fimm stig fást fyrir þegar sóknarlið kemst með knöttinn yfir línu á helmingi varnarliðsins. Ef það tekst, fær sóknarliðið tilraun til þess að sparka knettinum í mark og fæst fyrir það 2 stig. Víti og annað slíkt gefur svo 3 stig.
Fyrsti leikur liðanna fór 28-0 fyrir Reykjavík, en Haukarnir komu til baka í leik tvö og sigruðu 19-5. Spila þurfti því úrslitaleik sem fór 22-0 fyrir Rugbyfélagi Reykjavíkur, sem unnu því mótið 2-1.
Fyrirliði Rugby félags Reykjavíkur var Birnir Orri Pétursson, fyrirliði Hauka var Fergus Mason og dómari dagsins var Rory Hayes