Þokan heillar eins og norðurljósin

Þokan á austfjörðum er heillandi.
Þokan á austfjörðum er heillandi. Facebook/Þokusetrið

„Ég hef aldrei skilið þegar menn bölva þok­unni. Hún snar­breyt­ir lands­lag­inu og er ein af kenni­leit­um Íslands sem vant­ar að nýta,“ seg­ir Ívar Ingimars­son, fyrr­um at­vinnumaður í knatt­spyrnu. Ívar fer nú fyr­ir hópi áhuga­manna sem vilja stofna Þoku­set­ur á Stöðvarf­irði í gömlu fé­lags­heim­ili, en hóp­ur­inn fékk ný­verið styrk úr Vaxt­ar­samn­ingi Aust­ur­lands til þess að koma verk­efn­inu á legg.

Hóp­ur­inn vill efla ferðaþjón­ustu á Aust­ur­landi og kynna bet­ur það sem svæðið hef­ur upp á að bjóða. Ívar seg­ir að þokan dragi að ferðamenn, bæði Íslend­inga og er­lenda, og gæti virkað sem seg­ull á svæðið. „Við erum að hugsa þetta í tengsl­um við gam­alt fé­lags­heim­ili á Stöðvarf­irði. Hús sem er eitt af elstu hús­un­um í bæn­um og er í niðurníðslu. Við ætl­um að gera flott mynd­band sem sýn­ir Aust­ur­land og Aust­f­irði og auðvitað þok­una. Auk þess verðum við með alls kon­ar upp­lýs­ing­ar og skemmti­leg­ar sög­ur, veit­inga­sölu og kaffi­hús,“ seg­ir Ívar.

Þoku­stíg­ar á öll­um Aust­fjörðum

„Þokan breyt­ir nátt­úru­lega lands­lag­inu al­veg ótrú­lega. Það er al­veg magnað að vera úti á fjörðum þegar þokan er að skríða inn. Einn fjörður­inn get­ur verið þak­inn rjómaþoku, má eig­in­lega segja, og þú sérð fjallstind­ana rétt standa upp úr, á meðan næsti fjörður get­ur verið baðaður sól­skini,“ seg­ir Ívar.

Hann tel­ur að þokan hafi aðdrátt­ar­afl ekki síður en norður­ljós­in. „Þokan er sér­kenni fyr­ir þetta svæði sem auðvelt er að nýta í markaðssetn­ingu.“

Hóp­ur­inn hyggst leggja göngu­stíga á öll­um Aust­fjörðum þar sem hægt verður að skoða þok­una í ná­lægð. „Þetta verða göngu­stíg­ar tengd­ir þok­unni þar sem í raun­inni verður hægt að ganga skýj­um ofar. Við enda hvers stígs verður vef­mynda­vél sem vís­ar á eitt­hvað fal­legt kenni­leiti, en í Þoku­setr­inu verða síðan öll kenni­leit­in sýnd á sjón­varps­skjám. Þá get­urðu í raun haft alla firðina á ein­um stað og séð hvernig þokan hreyf­ist í því sem kallað er timelap­se,“ út­skýr­ir Ívar.

Ívar ger­ir ráð fyr­ir því að grunn­vinna við setrið verði unn­in í vet­ur og von­ar að opnað verði í byrj­un næsta árs. „Það fer al­veg eft­ir því hvernig geng­ur að fjár­magna þetta. Það gæti al­veg verið að þetta vinn­ist í ein­hverj­um áföng­um, til dæm­is að við leggj­um þoku­stíg­ana fyrst. Þetta verður að koma í ljós,“ seg­ir Ívar.

Hægt er að fylgj­ast nán­ar með Þoku­setr­inu á Face­book-síðu set­urs­ins.

Ívar lék lengi vel með Reading á Englandi.
Ívar lék lengi vel með Rea­ding á Englandi. www.rea­ding­fc.co.uk
Ívar segir að það sé ástæða fyrir því að talað …
Ívar seg­ir að það sé ástæða fyr­ir því að talað er um aust­fjarðarþoku, en ekki vest­fjarðar- eða norðfjarðarþoku. Face­book/Þ​oku­setrið
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka