Brugðið en þakklát

Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út …
Rútan er mikið skemmd eftir óhappið. Hún fór alveg út af veginum og endaði í læk fyrir ofan veeg, þar sem hún hallar töluvert.

Hópur Ísraelsmanna á miðjum aldri var á ferðalagi um Ísland í rútunni sem fór út af veginum við Haukadalsvatn á sjötta tímanum í kvöld. Rauði krossinn á Búðardal veitir þeim nú áfallahjálp og aðhlynningu. Rútan er mikið skemmd og hefur önnur rúta verið send til að sækja þau.

Að sögn Guðmundar Geirssonar, formanns björgunarsveitarinnar Óskar í Búðardal, fékk fólkið inni í grunnskólanum í Búðardal þar sem þeim hefur verið gefið kaffi og bakkelsi og áfallahjálp, þeim sem á þurfa að halda.

Þrír úr hópnum meiddust lítillega og voru þau færð á heilsugæslu til aðhlynningar.

„Fólki er svolítið brugðið, en það er mjög þakklátt fyrir aðstoðina,“ segir Guðmundur. Bæði lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang slyssins og rútufyrirtækið hefur þegar sent af stað aðra rútu til að sækja þau og flytja á hótel, en þangað til fá þau að dvelja í grunnskólanum.

Að sögn Jó­hann­es­ar Björg­vins­son­ar, lög­reglu­manns í Búðar­dal, var hóp­ur­inn á leið frá Ei­ríks­stöðum í Hauka­dal þegar ökumaður­inn missti rút­una upp fyr­ir veg­inn. Hún valt ekki en rann al­veg út af veg­in­um og endaði í vatns­elg fyr­ir ofan veg­inn, þar sem hún stend­ur á hjól­un­um og hall­ar tölu­vert.

Við Hauka­dals­vatn ligg­ur mjór mal­ar­veg­ur og seg­ir Jó­hann­es lík­legt að kant­ur­inn hafi gefið sig und­an dekkj­um rút­unn­ar. Eft­ir á þó að rann­saka til­drög slyss­ins frek­ar.

Sjá fyrri frétt mbl.is: Rúta með 24 ferðamenn fór út af

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert