500 vildu leigja eina íbúð

Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ væru …
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ væru að lengjast. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Dæmi eru um að stór­ir leigu­sal­ar fari fram á 30% hækk­un á húsa­leigu þegar þeir yf­ir­taka íbúðir sem eru á leigu­markaðnum.

Þetta full­yrðir Jó­hann Már Sig­ur­björns­son, formaður Sam­taka leigj­enda á Íslandi í Morg­un­blaðinu í dag. „Leigu­fé­lög­in treysta á að fólk í íbúðunum samþykki þessa hækk­un enda ekk­ert annað í boði. Þetta er lög­legt en siðferðis­lega held ég að þetta sé rangt,“ seg­ir Jó­hann.

Hann nefn­ir sem dæmi um skort­inn að 500 ein­stak­ling­ar hafi sýnt leigu á ein­stök­um íbúðum áhuga. „Stóru leigu­fé­lög­in hafa spilað inn á þann skort sem er á leigu­markaði. Þau kaupa jafn­vel eign­ir á yf­ir­verði. Til þess að fá ávöxt­un­ina til baka láta þau leigu­tak­ann borga fyr­ir það.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert