Þessa dagana er hinn 11 ára gamli Brynjar Karl að byggja stærsta skip sem byggt hefur verið með legókubbum í lagerhúsnæði á Krókhálsi. Hann býður öllum sem vilja að kíkja í heimsókn og fylgjast með. Skipið er eftirlíking af Titanic og verður sex metra langt. mbl.is kíkti á framkvæmdirnar.
56 þúsund kubba þarf í verkið og er Brynjar Karl, sem er einhverfur, kominn með um helminginn af þeim í hús en Lego-fyrirtækið fylgist vel með verkinu og hefur lagt til kubba og ráðgjöf. Nú eru undirstöðurnar fyrir skipið komnar upp en að mörgu er að huga og afi Brynjars, sem er verkfræðingur, hefur verið honum innan handar við skipulagninguna. Sérstaklega mikilvægt er að undirlagið sé algerlega slétt en Brynjar hefur ekki miklar áhyggjur af því að villur komi upp, þá þurfi bara að taka í sundur byggja að nýju.
Brynjar Karl vill endilega að fólk komi og heilsi upp á hann eftir því sem verkinu vindur fram, en hann er til húsa í Krókhálsi 4 þar sem hann fékk aðstöðu hjá Diplo, umboðsaðila Lego á Íslandi. Hægt er að fylgjast með honum á vefnum hans á og á facebook.
Fyrri frétt mbl.is: Enginn lagt í slíkt verkefni áður