Árleg skötumessa haldin í Garðinum

Skötumessan er fjölsótt, en í kringum 400 manns sækja messuna …
Skötumessan er fjölsótt, en í kringum 400 manns sækja messuna á hverju ári. Ljósmynd/Hilmar Bragi

Skötumessa verður haldin hátíðleg á miðvikudaginn í Garði. Ásmundur Friðriksson alþingismaður skipuleggur hátíðina.

„Þorláksmessa í júlí var lögleidd árið 1287 og var mikil hátíð fyrir siðaskiptin. Vestfirðingar héldu í hefðina en svo höfum við, sem erum áhugasamir um góða íslenska matarhætti, haldið hefðinni á lofti hérna á Suðurnesjum. Sé miðað við þessa stærðargráðu þá er þetta sjöunda eða áttunda hátíðin. En við höfum haldið þetta síðastliðin tíu ár,“ segir Ásmundur.

„Nú er þetta orðin góðgerðarsamkoma þar sem við erum fyrst og fremst að styrkja fatlaða einstaklinga,“ segir Ásmundur í Morgunblaðinu í dag, en fatlaðir eru einnig meðal þeirra sem taka þátt í skemmtiatriðum.

Í boði verður glæsilegt hlaðborð þar sem verður skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Borðhaldið hefst kl. 19.00 og skemmtidagskrá kl. 19.30. Að henni lokinni verða styrkir afhentir. Aðgöngumiðinn kostar 4.000 krónur. Hann fæst með því að greiða inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650, og prenta út innleggsnótuna og sýna við innganginn. Borð fyrir þá sem greiða í forsölu verða tekin frá og merkt sérstaklega.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru: Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, H.Pétursson ehf, Kristjánsbakarí, Sveitarfélagið Garður o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka