Blár lax á svamli í Elliðaánum

Óvenju-blár lax hef­ur sést á svamli í Elliðaán­um um helg­ina og hef­ur vakið undr­an viðstaddra að sögn Ólafs E. Jó­hanns­son­ar, for­manns ár­nefnd­ar Elliðaánna, í sam­tali við mbl.is í dag. 

„Þetta er mjög óvenju­legt. Við höf­um hvorki séð né frétt af svona fiski áður,“ seg­ir Ólaf­ur.

Jó­hann­es Stur­laugs­son, fiski­fræðing­ur, hef­ur áður kom­ist í kynni við blá­leit seiði í ánni en aldrei kynþroska lax með þenn­an lit. „Al­mennt eins og við þekkj­um fylg­ir þessi blái blær silfruðum löx­um þegar maður sér ofan á þá sam­an­ber að „áin er blá af laxi“. En þessi er al­deil­is með óvana­legri dreif­ingu litar­efna,“ seg­ir Jó­hann­es.

„Ég var að veiða í Sjáv­ar­foss­in­um þegar ég sá lax­inn. Hann var alltaf að keyra sjálf­um sér úr froðunni og inná grynn­ing­arn­ar þannig að ég sá hann gríðarlega vel. Hann var all­ur him­in­blár, ekki bara á bak­inu,“ seg­ir Guðmund­ur R. Erl­ings­son, sem náði ljós­mynd af lax­in­um síðdeg­is á föstu­dag, í sam­tali við mbl.is.

Fisk­ur­inn er lík­lega um tvö kíló að þyngd sam­kvæmt mati Ólafs en hef­ur ekki feng­ist vigtaður. „Við vild­um gjarn­an fá að sjá hann, vigta hann og mæla í rann­sókn­ar­skyni,“ seg­ir Ólaf­ur og staðfest­ir að lax­inn sé for­vitni­leg­ur fyr­ir laxa­áhuga­menn við ána.

Lax­inn blái sást í tvígang um helg­ina, á föstu­dag og laug­ar­dag, og í báðum til­fell­um við Sjáv­ar­foss. Sam­kvæmt því er ár­nefnd Elliðaánna fær best vitað er lax­inn enn á svamli í ánni, hann hef­ur ekki sést í afla enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert