Eigendur veitingastaðarins Hafsins bláa við ósa Ölfusár hafa í dag fengið vísbendingar um það hver maðurinn sé sem braust inn á staðinn liðna nótt og hafði á brott með sér áfengi og tölvubúnað. Vísbendingunum var komið til lögreglu sem vinnur úr þeim. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna innbrotsins.
Eins og greint var frá á mbl.is í morgun er myndavélakerfi á veitingastaðnum og náðust myndir af innbrotsþjófinum. Eigendur Hafsins bláa biðluðu til fólks á samfélagsvefnum Facebook að dreifa myndinni og veita upplýsingar um hinn seka.
Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki veitingastaðarins bárust vísbendingar eftir þessum leiðum. Þeim var komið til lögreglunnar á Selfossi, sem er að vinna úr þeim. Varðstjóri hjá lögreglunni staðfesti það við mbl.is en einnig að enginn hefði enn verið handtekinn vegna innbrotsins.
Frétt mbl.is: Þjófurinn náðist á myndavél
Frétt mbl.is: Facebooksíðu veitingastaðarins.
Frétt mbl.is: Brotist inn á veitingastað