ESB stækki ekki næstu fimm árin

00:00
00:00

Fleiri ríki fá ekki inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið næstu fimm árin. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu sem Jean-Clau­de Juncker, verðandi for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar sam­bands­ins, flutti í dag í Evr­ópuþing­inu þar sem hann lýsti fyr­ir­huguðum áhersl­um í for­setatíð sinni. Stuttu síðar greiddu þing­menn at­kvæði um til­nefn­ingu hans og hlaut hann stuðning 422 þing­manna af 729. Juncker sagði að gera þyrfti hlé á stækk­un Evr­ópu­sam­bands­ins og nota tím­ann til þess að styrkja sam­starf þeirra 28 ríkja sem þegar mynduðu sam­bandið.

„Þegar kem­ur að stækk­un Evr­ópu­sam­bands­ins geri ég mér fylli­lega grein fyr­ir því að hún hef­ur falið í sér sögu­leg­an ár­ang­ur sem fært hef­ur heims­álf­unni okk­ar frið og stöðug­leika. Hins veg­ar þarf sam­bandið og borg­ar­ar þess að melta aðild 13 ríkja á síðustu tíu árum. Evr­ópu­sam­bandið þarf að gera hlé á frek­ari stækk­un til þess að við get­um styrkt í sessi það sem náðst hef­ur fram á milli 28 ríkja sam­bands­ins. Það er ástæða þess að í tíð minni sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verður yf­ir­stand­andi viðræðum haldið áfram og þurfa rík­in á vest­an­verðum Balk­anskaga sér­stak­lega að taka mið af áhersl­um Evr­ópu­sam­bands­ins, en eng­in frek­ari stækk­un sam­bands­ins mun eiga sér stað næstu fimm árin,“ sagði Juncker í ræðunni.

„Það er rangt að loka dyr­un­um á ný aðild­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu næstu fimm árin. Við ætt­um að hafa opn­ar dyr fyr­ir Ísland ef það skipt­ir um skoðun aft­ur,“ ritaði Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, á Twitter-síðu sína í dag. Kjör­tíma­bil Junckers er fimm ár og lýk­ur haustið 2019.

Jean-Claude Juncker, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Clau­de Juncker, verðandi for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. AFP
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert