Hafa flutt út 900 tonn af fötum í ár

Viðskiptavinir Sorpu hafa frá árinu 2000 getað gefið fatnað til …
Viðskiptavinir Sorpu hafa frá árinu 2000 getað gefið fatnað til Rauða krossins á endurvinnslustöðvum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar rífi upp fatapoka og steli flíkum úr söfnunargámum samtakanna. mbl.is/Styrmir Kári

„Í fyrra fluttum við út 1.612 tonn af fötum og þá var aukning á milli ára upp á rúmlega 270 tonn. Í ár er svo útlit fyrir enn frekari aukningu því það sem af er ári höfum við flutt út 900 tonn.“

Þetta segir Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri fyrir fatasöfnun Rauða krossins, en fatasöfnun er ein helsta tekjulind samtakanna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að dæmi séu um að fólk steli úr söfnunargámum Rauða krossins sem staðsettir eru á endurvinnslustöðvum Sorpu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert