Umfjöllun út frá einum landshluta

Magnfríður Ólöf Pétursdóttir - Magnfríði gremst hve litla fjölmiðlaumfjöllun sólin …
Magnfríður Ólöf Pétursdóttir - Magnfríði gremst hve litla fjölmiðlaumfjöllun sólin fær austanlands í samanburði við regnið í Reykjavík. Gunnar Gunnarsson / Austurfrétt

Ferðaþjón­ustu­fólk seg­ir full­yrðing­ar fjöl­miðla um vætutíð og vont sum­ar draga úr ferðum Íslend­inga inn­an­lands. Stöðugt þurfi að vera á varðbergi til að koma á fram­færi upp­lýs­ing­um að sól­in skíni ann­ars staðar en á höfuðborg­ar­svæðinu. Svo seg­ir í frétt á vef Aust­ur­frétt­ar, sem greindi frá mál­inu í gær.

„Mér gremst hvað er al­hæft í þess­um efn­um. Ég stend úti núna og það er sól og blíða, smá­vind­ur og nokk­ur ský á himn­in­um. Það er allt skraufþurrt,“ sagði Magn­fríður Ólöf Pét­urs­dótt­ir, markaðsstjóri Aust­urfar­ar, í sam­tali við mbl.is í dag. 

„Um­fjöll­un­in virðist miðuð út frá ein­um lands­hluta. Manni finnst það meira að segja í sjálf­um veður­frétt­un­um að túlk­un­in sé á einn veg. Aldrei er tekið sér­stak­lega fram að það sé þurrt á Eg­il­stöðum. Frétta­flutn­ing­ur­inn er eins og menn séu hrædd­ir við að beina um­ferðinni aust­ur, eða sú er alla­vega til­finn­ing okk­ar sem hér erum.“

Hún seg­ir Íslend­inga ferðast eft­ir veðri og því ósann­gjarnt að miða um­fjöll­un við einn lands­hluta. „Fólk kem­ur og er stein­hissa að hér sé ekki allt á floti,“ sagði Magn­fríður en Aust­ur­för rek­ur meðal ann­ars tjald­stæðið á Eg­ils­stöðum. „Við erum með garðúðar­ana úti að vökva hjá okk­ur.“

Eins sé með er­lenda ferðamenn sem fylg­ist með veðrinu. „Þeir fussa og sveia yfir því að hafa ekki komið fyrr aust­ur. Þeir hafa þá verið að basla í rign­ingu ann­ars staðar á land­inu áður en þeir koma á leiðinni í ferj­una á Seyðis­firði og hafa ekk­ert frétt af góða veðrinu hér.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert