Frekari hrókeringar eru hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlum því Freyr Einarsson, yfirmaður sjónvarps hjá 365 miðlum, er hættur störfum. Freyr hefur einnig gegnt starfi yfirmanns fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis auk fleiri starfa hjá 365 miðlum. Þetta herma heimildir Viðskiptablaðsins.
Aðeins eru tveir dagar síðan tilkynnt var að Ari Edwald myndi stíga til hliðar sem forstjóri 365 miðla og við starfi hans taka Sævar Freyr Þráinsson, en sá síðarnefndi var ráðinn til fyrirtækisins sem aðstoðarforstjóri tveimur vikum áður.
Í samtali við mbl.is við þau tímamót sagði Sævar að ekki lægju fyrir <span>frekari mannabreytingar. Hann tók hins vegar fram að <span>öllum mönnum fylgdu einhverjar breytingar og því yrði ekki öðruvísi farið með forstjórabreytingu 365.</span></span>
<span><span>Frétt mbl.is: <a href="/vidskipti/frettir/2014/07/14/breytingar_munu_fylgja_komu_saevars/" target="_blank">Breytingar munu fylgja komu Sævars</a></span></span>