Sendiherra bíður enn staðfestingar

Robert C. Barber hefur verið tilnefndur af Barack Obama sem …
Robert C. Barber hefur verið tilnefndur af Barack Obama sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans bíður enn staðfestingar.

Illa hefur gengið hjá bandaríska þinginu að staðfesta tilnefningar Baracks Obama, bandaríkjaforseta, til sendiherraembætta víðs vegar um heiminn. Alls 43 tilnefningar bíða þess nú að öldungadeild bandaríska þingsins staðfesti þá, þar á meðal Robert C. Barber sem Obama hefur tilnefnt sem sendiherra á Íslandi. 

Nokkrir tilvonandi sendiherrar Bandaríkjanna í Afríku hafa þurft að bíða í meira en heilt ár, á meðan Barber, hefur þurft að bíða frá því í nóvember síðastliðnum. 

Ástæðuna fyrir því að málið miðar svo hægt áfram má rekja til deilna á milli fulltrúaráðsins og öldungadeildar þingsins. Í fyrra voru samþykktar nýjar reglur um staðfestingu á sendiherrum. Voru þær settar til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að tefja staðfestingarnar með málþófi í fulltrúadeildinni. Á móti kemur að eftir reglubreytinguna er erfiðara en áður að samþykkja sendiherra með flýtimeðferð. Tíðkaðist það áður að nokkrir sendiherrar, þeir sem voru óumdeildastir, voru samþykkir í einu lagi með svokallaðri flýtimeðferð. Með reglubreytingunni er er þetta hins vegar orðið erfiðara. 

Robert C. Barber var tilnefndur sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í október síðastliðnum en tilnefning hans bíður enn staðfestingar. 

Sjá frétt New York Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert