Afturköllun til skoðunar

Juncker gerir grein fyrir áherslum sínum í ræðu á Evrópuþinginu …
Juncker gerir grein fyrir áherslum sínum í ræðu á Evrópuþinginu í Strassborg 15. júlí. mbl.is/afp

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að meta þurfi hvað felst í yfirlýsingu Jean-Claude Junckers, verðandi forseta framkvæmdastjórnar ESB, um fimm ára hlé á stækkun ESB og hvort hún gefi tilefni til að endurflytja tillögu um að draga ESB-umsókn til baka.

„Menn þurfa að meta hvort það sé einhver þörf á að flytja slíka tillögu, hvort þetta útspil Junckers sé það svar sem við þurftum. Sé talin þörf á því að leggja tillöguna fyrir þingið er ég í sjálfu sér tilbúinn að gera það. Það sem við þurfum að gera núna er að meta hvað þetta þýðir nákvæmlega,“ sagði Gunnar Bragi.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, ákvörðun um framhald Evrópumálsins verða tekna á haustþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert