Glampandi sól fyrir austan

Líf og fjör í lauginni á Egilsstöðum í góðu veðri.
Líf og fjör í lauginni á Egilsstöðum í góðu veðri. Egilsstadir.is

„Það er al­veg glamp­andi sól núna og varla ský á himni. Á mæl­in­um seg­ir að það séu 15 gráður í jafn­gild­is­hita en hita­stigið er 16 gráður,“ seg­ir Kristrún Gunn­ars­dótt­ir, starfsmaður sund­laug­ar­inn­ar á Eg­ils­stöðum. 

Hún seg­ir veðrið hafa verið ein­stak­lega gott fyr­ir aust­an und­an­far­in tvö ár og ekk­ert í lík­ingu við það sem er fyr­ir sunn­an þar sem hún bjó áður.

„Veðrið er mjög gott og í laug­ina kem­ur mjög mikið af fólki. Það voru yfir þúsund manns sem komu í laug­ina í gær, svo að þetta hef­ur verið fínt,“ seg­ir Kristrún. Hún bæt­ir við að nú séu um 50 manns í laug­inni en að streymið muni aukast eft­ir há­degi.

„Það hef­ur aðeins blásið und­an­farið en núna er logn. Það er al­gjört grill hérna úti á bakka,“ seg­ir Kristrún.

Veður­spá­in spá­ir allt að 21 stigs hita á Aust­ur­landi í dag. Þó eru lík­ur á síðdeg­is­skúr­um, en bjart með köfl­um á morg­un. Sömu sögu er að segja af Norðaust­ur­landi. Þar gæti hit­inn farið upp í 21 stig í dag.

Útlitið er ekki jafn­gott á Vest­fjörðum og Suðvest­ur­landi – en sól­in mun von­andi skína á höfuðborg­ar­búa á sunnu­dag, að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings.

Frétt mbl.is: Sól­in skín á sunnu­dag

Veður­vef­ur mbl.is

Sundlaugin á Egilsstöðum iðar af lífi á sólardögum.
Sund­laug­in á Eg­ils­stöðum iðar af lífi á sól­ar­dög­um. Af vefn­um Visiteg­ils­sta­dir.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert