Glampandi sól fyrir austan

Líf og fjör í lauginni á Egilsstöðum í góðu veðri.
Líf og fjör í lauginni á Egilsstöðum í góðu veðri. Egilsstadir.is

„Það er alveg glampandi sól núna og varla ský á himni. Á mælinum segir að það séu 15 gráður í jafngildishita en hitastigið er 16 gráður,“ segir Kristrún Gunnarsdóttir, starfsmaður sundlaugarinnar á Egilsstöðum. 

Hún segir veðrið hafa verið einstaklega gott fyrir austan undanfarin tvö ár og ekkert í líkingu við það sem er fyrir sunnan þar sem hún bjó áður.

„Veðrið er mjög gott og í laugina kemur mjög mikið af fólki. Það voru yfir þúsund manns sem komu í laugina í gær, svo að þetta hefur verið fínt,“ segir Kristrún. Hún bætir við að nú séu um 50 manns í lauginni en að streymið muni aukast eftir hádegi.

„Það hefur aðeins blásið undanfarið en núna er logn. Það er algjört grill hérna úti á bakka,“ segir Kristrún.

Veðurspáin spáir allt að 21 stigs hita á Austurlandi í dag. Þó eru líkur á síðdegisskúrum, en bjart með köflum á morgun. Sömu sögu er að segja af Norðausturlandi. Þar gæti hitinn farið upp í 21 stig í dag.

Útlitið er ekki jafngott á Vestfjörðum og Suðvesturlandi – en sólin mun vonandi skína á höfuðborgarbúa á sunnudag, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Frétt mbl.is: Sólin skín á sunnudag

Veðurvefur mbl.is

Sundlaugin á Egilsstöðum iðar af lífi á sólardögum.
Sundlaugin á Egilsstöðum iðar af lífi á sólardögum. Af vefnum Visitegilsstadir.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert