Lögbann lagt við gjaldtöku

Í Námaskarði
Í Námaskarði mbl.is/Una

Sýslumaðurinn á Húsavík samþykkti í dag lögbannskröfu félagsmanna í Landeigendafélagi Reykjahlíðar gegn gjaldtöku félagsins við Námafjall og Leirhnjúk.

Lögbannið tekur gildi þegar lögð hefur verið fram fjörutíu milljón króna trygging. Frestur til að leggja hana fram er til kl. 12:00, miðvikudaginn 23. júlí.

Félagsmenn hugðust upphaflega innheimta gjald af ferðamönnum við Leirhnjúk, Námaskarð og Dettifoss en fallið var frá gjaldtökunni við Dettifoss eftir að samningur náðist við Vatnajökulsþjóðgarð um uppbyggingu við fossinn.

Gjaldtaka hófst hins vegar við hveri austan Námafjalls og við Leirhnjúk 18. júní síðastliðinn.

Sautján manns eiga hlut í Landeigendafélagi Reykjahlíðar og voru það sjö þeirra sem fóru fram á lögbannið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert