Óánægja með ómalbikaðan vegarkafla í Berufirði

Alþingi samþykkti ekki fjárveitingar í veginn í Berufirði.
Alþingi samþykkti ekki fjárveitingar í veginn í Berufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er ekki forsvaranlegt. Ef það kemur bleytudropi úr lofti þá eru mörg kíló af drullu utan á hverjum einasta bíl á þessum spotta.“

Þetta segir Guðmundur Valur Gunnarsson, bóndi á Lindarbrekku, um malarveg sem liggur í Berufirði. Hann segir veginn, sem tilheyrir þjóðvegi eitt og er um 8 km langur, vera kominn í sama slæma ástandið tveimur vikum eftir að hann var lagfærður.

Landeigendur á svæðinu hafa farið fram á það við sveitarstjórn Djúpavogshrepps að vegurinn verði færður í aðalskipulagi svæðisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert